Þorlákur Árnason gefur út barnabók
8. nóvember, 2007

Þorlákur Árnason yfirþjálfari hjá unglingaflokkum Stjörnunnar hefur skrifað barnabók sem kemur út á næstu dögum. Þorlákur hefur þrátt fyrir ungan aldur þjálfað bæði Meistaraflokka Vals og Fylkis. Hann hefur undanfarin ár verið yfirþjálfari hjá Stjörnunni. Okkur vék forvitni að vita hvað varð til þess að hann skrifaði þessa bók sem heitir Ævintýri Lilla, fyrsti vinurinn. Hvað varð til þess að þú skrifaði þessa bók?

Það er erfitt að segja hvað gerði útslagið en ég kem af miklu ,bókaheimili” og hef alltaf lesið mikið af bókum sjálfur.

Ákveðin feimni hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef ekki látið af þessu verða fyrr en nú. Sennilega byrjaði fiktið þegar ég sagði strákunum mínum sögur fyrir svefninn. Síðan byrjaði ég að semja söguna að gamni mínu og góð vinkona mín las söguna fyrir son sinn á kvöldin. Nú drengurinn varð aðdáandi númer eitt og bað alltaf um fleiri sögur og á endanum varð úr þessi bók.

Strákurinn heitir Tómas Elí og er í 7.flokki Stjörnunnar og mamma hans er formaður Barna- og unglingaráðs Stjörnunnar. Þetta kallast sennilega að sameina vinnu og áhugamál.

Um hvað er bókin?

Bókin fjallar um strák sem á í miklum erfiðleikum við að tengja við jafnaldra sína en á góð samskipti við fullorðið fólk. Mamma hans og afi eru bestu vinir hans og því er talsmáti hans frekar háfleygur. Hann greinist síðan með ofvirkni og athyglisbrest í skólanum og þá fyrst eignast hann vin í sérkennslu skólans.

Fyrir hvaða aldurshóp er hún?

Bókin er aðallega fyrir aldurshópinn 5-9 ára, hún er hins vegar holl lesning fyrir fullorðna.

Varstu lengi með þessa hugmynd í hausnum áður en þú fórst í þetta verkefni?

Já, ég er eiginlega með allt of mikið af hugmyndum í hausnum og fullt af dagdraumum. Ég hef hins vegar gert allt of lítið af því að framkvæma þessa hluti enda hef ég aldrei litið á sjálfan mig sem rithöfund. Það hafa ansi margir rekið upp stór augu þegar ég hef sagt þeim frá bókinni. Feimnin hefur hægt á mér enda þarf maður að gefa mikið af sjálfum sér í svona verkefni, en ég er mjög sáttur við að hafa þorað þessu…

Varstu lengi að skrifa hana?

Hugmyndin og skriftirnar tóku ekki langan tíma en það er ótrúleg vinna sem hefur farið í að yfirfara bókina  og fullvinna. Ég fékk hins vegar hjálp frá góðu fólki. Rúnar Vignisson rithöfundur og þýðandi hjálpaði mér mest enda algjör snillingur en svo voru aðrir sem veittu mér andlegan stuðning. Svo hefur Gísli Foster í Eyjum hjálpað með uppsetningu og yfirferð, það má nú segja að þetta sé barnið okkar beggja.

Nú er bókin myndskreyt, hvar teiknaði myndirnar?

Vestmannaeyingurinn Gunnar Júlíusson teiknaði myndirnar. Hann er frábær teiknari og náði svo sannarlega
að auka gæði bókarinnar.

Ertu með fleiri bækur á dagskrá?

Já, ég er með framhald af sögunni í vinnslu en sú bók gerist einmitt að mestu leyti í Vestmannaeyjum. Það er svo ótrúlega mikið hægt að bralla í Vestmannaeyjum,” sagði Þorlákur Árnason í samtali við Gras.is

Þeir sem hafa áhuga að kaupa sér eintak af bókinni geta sent vefpóst á lakim@simnet.is  og pantað sér eintak af höfundi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst