Söguleg fjárhagsáætlun, en vandi fylgir vegsemd hverri

Nú fyrr í kvöld fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2008. Óhætt er að fullyrða að aldrei í sögu sveitarfélagsins hefur slík áætlun verið lögð fram. Það er alveg ljóst að slagkraftur samfélagsins til framtíðar er mikill. Það er líka ljóst að vandi fylgir vegsemd hverri. Niðurstöður fjárhagsáætlunar samstæðu sýna rekstrarhagnað […]
Báðum ferðum Herjólfs aflýst
Nú hefur verið tekin ákvörðun þess efnis að báðum ferðum Herjólfs hefur verið aflýst og mun skipið því ekki sigla seinni partinn. Fyrri ferð Herjólfs var aflýst í morgun en næsta ferð skipsins verður þá farin samkvæmt áætlun á morgun, laugardag. (meira…)
Grunur um íkveikju í Eyjum

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í gamla Fiskiðjuhúsinu í Vestmannaeyjum í nótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf fjögur í nótt en þegar slökkvilið kom á vettvang reyndist eldurinn ekki mikill þó að talsverður reykur hafi myndast. Vitað er […]
Engar samgöngur til né frá eyjum í dag

Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa öllu flugi félagsins til Vestmannaeyja í dag vegna veðurs. Einnig hefur verið ákveðið að Herjólfur fari ekki seinniferð sína í dag vegna veðurs. (meira…)
Vitlaus mynd í fasteignaauglýsingu

Vegna mistaka birtist vitlaus mynd í fasteignaauglýsingu í Vaktinni fyrir tveimur vikum. Þar var auglýst til sölu húsnæði við Bárustíg 1 en mynd birtist af rangri hlið hússins, sem ekki er til sölu. Myndin birtist af versluninni Jazz, sem er ekki til sölu. (meira…)
Athugað með seinniferð Herjólfs kl 14:00

Skrifstofa Herjólfs hefur sent frá sér tilkynningu um að athugað verður með seinniferð Herjólfs í dag klukkan 14:00. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 481-2800 til að fá frekari upplýsingar. (meira…)
Eldur kom upp í Fiskiðjunni

Eldur kviknaði í gömlu frystihúsi í Vestmannaeyjum í nótt. Að sögn lögreglu var tilkynnt um eldinn um kl. 3:30. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang skömmu síða og slökktu eldinn sem var ekki mikill. Talsverður reykur myndaðist hinsvegar. Frystihúsið hefur ekki verið í notkun lengi. Að sögn lögreglu er ekki mikið um verðmæti í Fiskiðjunni gömlu. Hinsvegar […]
Fyrri ferð Herjólfs aflýst í dag

Vegna óveðursins sem nú geysar hefur verið ákveðið að aflýsa fyrri ferð Herjólfs en Herjólfur átti að leggja úr höfn nú rúmlega átta. Þá verður athugað með síðari ferð skipsins klukkan 14:00. Vindhraði á Stórhöfða klukkan sjö í morgun var 29 metrar á sekúndu en mestu hviður fóru upp í 38 metra. (meira…)
Mikill eldur kom upp í Fiskiðjunni í nótt

Rétt uppúr klukkan hálf fjögur í nótt var slökkvilið í Vestmannaeyjum kallað að húsi Fiskiðjunnar, vestuhúsi sem áfast er gamla Ísfélaginu, og var mikill eldur í sal á annarri hæð þegar að var komið. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan rannsakar mannferðir í Fiskiðjunni í nótt. (meira…)