�?ingið haldið í �?orlákshöfn á laugardag

86. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið í Ráðhúsi Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn á laugardag. Þingið hefst stundvíslega kl. 10:00, en afhending þinggagna er frá 9:30. Áætluð þingslit eru kl. 18:00.Rétt til setu á þinginu eiga 96 fulltrúar frá 56 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Þá hefur Akstursíþrottafélag Hreppakappa sótt um aðild að […]

Bæjarfulltrúar á vinabæjarmót

Bæjarstjórn Äänekoski í Finnlandi, vinabæjar Hveragerðis, hefur boðið fulltrúum bæjarins til vinabæjamóts í júní í sumar.Bæjarráð Hveragerðis hefur þekkst boðið og samþykkt að Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar og einn fulltrúi minnihlutans fari á mótið. (meira…)

Verkfærastuldur úr hesthúsi

Aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í hesthús sem er í byggingu í Þorlákshöfn og þaðan stolið nokkrum verðmætum rafmagnsverkfærum. Meðal þess sem hvarf var DeWalt verkfærakassi með ýmsum verkfærum, höggborvél, tveir stórir slípirokkar og rafsuðuvél. (meira…)

Syntu fyrir Samfés

Krakkarnir í félagsmiðstöðinni OZ í Vík söfnuðu fé í ferðasjóð vegna Samfés 2008 með sundmaraþoni sl. fimmtudag. Krakkarnir syntu frá kl. 14:30 fram að miðnætti og lögðu alls 65,2 km að baki. Alls synti 21 nemandi úr 9. og 10. bekk Grunnskóla Mýrdalshrepps. (meira…)

�?orsteinn kynnir �?landssögu og Fyrstu sögur

Þriðjudaginn 26. febrúar mun Þorsteinn Antonsson kynna safngestum á bókasafninu í Hveragerði tvær bækur sem hann gaf út ásamt Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. Þetta eru bækurnar Ólandssaga eftir Eirík Laxdal (1743-1815) sem kom út 2006 og Fyrstu sögur, sem kom út í fyrra og hefur að geyma áður óútgefnin handrit frá 18. og 19. öld. Ólandssaga […]

Stefnumót DV og dv.is á Suðurlandi

Stefnumót DV og dv.is verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi á morgun, föstudagskvöld kl. 20:00, í samvinnu við Hrútavinafélagið. Ritstjórar DV, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, munu kynna stefnu blaðsins og svara fyrirspurnum. Þá mun Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri dv.is segja frá vefnum sem þegar hefur náð sterkri stöðu á markaði og er nú […]

Leynimelur 13 á 100 ára afmæli félagsins

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir gamanleikinn Leynimelur 13 í Aratungu á morgun, föstudagskvöld. Leikritið er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélags Biskupstungna sem er síðar á árinu. Höfundar verksins kalla sig Þrídrang” en verkið er samið á stríðsárunum og var fyrst sýnt 1943. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni auk fjölda fólks að […]

Glaðheimar líka í Leirkeldu

Leikskólanum Glaðheimum á Selfossi verður lokað um næstu áramót og deildir hans fluttar í nýjan leikskóla við Leirkeldu í Suðurbyggð. Glaðheimar er elsti leikskólinn á Selfossi, vígður 1968. Húsnæðið þykir nú ófullnægjandi og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands m.a. gert ítrekaðar athugasemdir við nokkra þætti á leikskólanum. (meira…)

Vegaskemmdir í leysingum

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga í vegaviðgerðum vegna vatnaleysinga. Miklar skemmdir urðu á þjóðveginum austan við Skóga á Sólheimasandi og vegurinn að Sólheimajökli fór í sundur. (meira…)

Bea fann marijúana

Fíkniefnahundurinn Bea fann tæp 20 grömm af nýlega ræktuðu marijúana við húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði um kvöld þann 16. febrúar. Lögreglan hafði fengið dómaraúrskurð fyrir leitinni vegna grunsemda um vörslu fíkniefna í húsinu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.