Selfoss með sigur
Selfoss sigraði Þór 5-2 í fyrstu deild karla í kvöld á Selfossi. Fyrr í kvöld unnu Eyjamenn lið Víkings frá Ólafsvík á útivelli. Selfoss 5 – 2 Þór 1-0 Arilíus Marteinsson 1-1 Hreinn Hringsson 2-1 Sævar Þór Gíslason 2-2 Matthías Örn Friðriksson 3-2 Henning Jónasson 4-2 Viðar Örn Kjartansson 5-2 Henning Jónasson (meira…)
Karlaliðið sigraði Víking á �?lafsvík 0:2

Karlalið ÍBV vann enn á ný með sömu markatölunni þegar strákarnir lögðu Víking frá Ólafsvík af velli, 0:2 en leikurinn fór fram fyrir vestan. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð í 1. deildinni og allir hafa þeir endað með sömu markatölunni. Kvennalið ÍBV féll hins vegar úr bikarkeppninni í kvöld þegar stelpurnar tóku á […]
Draga lærdóm af skjálftunum árið 2000
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að aðgerðir viðbragðsaðila í tengslum við jarðskjálftana í gær hafi heppnast mjög vel. Hann segir að fullt traust hafi ríkt á milli allra aðila sem komu að björgunarstarfi. Á innan við klukkustund hafi verið byrjað að koma fólki til hjálpar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Björn hélt ásamt fulltrúum ríkislögreglustjóra […]
Misstu húsið í skjálftanum
Hjónin Emil Ragnarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir eru niðurbrotin eftir jarðskjálftann á Suðurlandi í gær. Aðilar frá almannavörnum litu við hjá hjónunum í morgun þar sem húsið þeirra var metið óíbúðarhæft. Í veggjum hússins má hvernig skjálftinn hefur skilið eftir sig risasprungur. Hjónin hafa búið á Eyrarbakka í fimmtán ár og er heimilið líkt og sprengjusvæði. […]
Ráðherrar á fundi með heimamönnum
Þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, eru á Selfossi og eiga þar nú fund með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu. (meira…)
Fagna því að ríkisstjórnin ætli að hefja ferjusiglingar 2010

Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis staðið verði við þau loforð að ný og öflug farþega- og bílaferja hefji siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar 1. júlí 2010. Samgöngur við Vestmannaeyjar byggjast að langmestu leyti á samgöngum á sjó og því afar mikilvægt að vel takist til við þessa mikilvægu framkvæmd. Þá lýsir bæjarrá ánægju […]
Nýr Herjólfur smíðaður í eiginframkvæmd ríkisins á næstu tveimur árum

Samgönguráðuneytið hefur sent frá sér frétt vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar, sem hefur að tillögu samgönguráðherra ákveðið að falla frá hugmyndum um smíði Vestmannaeyjaferju í einkaframkvæmd. Í stað þess verði smíði ferju boðin út með hefðbundnum hætti og í framhaldi af því verði rekstur hennar boðinn út sérstaklega. (meira…)
Ríkisstjórnin hafnar tilboði Eyjamanna

Á fundi ríkisstjórnarinnar, sem lauk rétt í þessu, var samþykkt að hafna tilboði Eyjamanna í smíði á nýrri ferju sem ætlað er að sigli í Landeyjahöfn. Um leið var ákveðið að fara í ríkisframkvæmd og verður smíðin boðin út. (meira…)
Metið hvort fólki sé óhætt að vera í húsum sínum
Almannavarnanefnd Árborgar og nágrennis kom saman til fundar kl. 8:00 í morgun og tók eftirfarandi ákvörðun: Íbúum á jarðskjálftasvæðum er bent á að snúa sér til tryggingarfélaga sinna varðandi tjón á fasteignum og innbúi. (meira…)
Opið mót en sjómenn sérstaklega boðnir velkomnir

Hið árlega Net/Hampiðjumót verður haldið á morgun, laugardag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar en mótið hefst klukkan 10.30. Leikur hefst á öllum holum og verða glæsileg verðlaun í boði. Golfklúbbur Vestmannaeyja hvetur sjómenn sérstaklega til að spreyta sig í mótinu. (meira…)