Karlalið ÍBV vann enn á ný með sömu markatölunni þegar strákarnir lögðu Víking frá Ólafsvík af velli, 0:2 en leikurinn fór fram fyrir vestan. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð í 1. deildinni og allir hafa þeir endað með sömu markatölunni. Kvennalið ÍBV féll hins vegar úr bikarkeppninni í kvöld þegar stelpurnar tóku á móti úrvalsdeildarliði Fjölnis á Hásteinsvelli. Lokatölur urðu 1:3.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst