Fargjöld Herjólfs hækka um 10 prósent
Fargjöld Herjólfs hækka um 10 % nú um áramótin. Ferðum verður fækkað um tvær frá og með 13. janúar. Guðmundur Pedersen forstöðumaður innanlandssviðs Eimskips sagði þetta í samræmi við rekstrarstöðu og forsendur rekstrarsamnings og háð ákveðnum vísitölu- og kostnaðarhækkunum. Hækkunin tekur mið að breytingum á verðlagi ársins 2008. (meira…)
Eftir að binda ýmsa lausa enda

Það skýrist á nýju ári hvort verður af kaupum Vinnslustöðvarinnar á togaranum Rex HF 24. Vinnslustöðin hefur gert tilboð í skipið sem er hluti af þrotabúi og hefur skiptastjóri samþykkt tilboðið. Enn á þó eftir að binda nokkra lausa enda og Vinnslustöðin á eftir að gera lokaúttekt á skipinu. „Það er rétt að við erum […]
Opinn fundur sjómanna í Alþýðuhúsinu í kvöld

Fundur sem Sjómannafélagið Jötunn hefur auglýst undanfarið verður í Alþýðuhúsinu klukkan átta í kvöld. Fundurinn er opinn öllum sjómönnum í Vestmannaeyjum og hvetja forsvarsmenn félagsins alla sjómenn að mæta á fundinn til skrafs og ráðagerða. (meira…)
Allt að verða klárt fyrir tónleikana í kvöld

Nú er allt að verða klárt fyrir stórtónleika Hoffman sem haldnir verða í Kiwanis í kvöld. Hoffmanliðar lofa þéttum lagalista þar sem nýju lögin af plötunni Your secrets are safe with us fá að fljóta í bland við eldra efni. Húsið opnar klukkan 21.00 en Sæþór Vídó mun hita mannskapinn upp með flutningi á eitthvað […]
Gullberg VE fékk í skrúfuna
Gullberg VE292 frá Vestmannaeyjum fékk troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum um 150 sjómílur suðvestur af landinu. Skipið var á karfaveiðum en það er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Annað skip útgerðarinnar, Jón Vídalín VE82 er nú með Gullbergið í togi og á leið til hafnar í Vestmannaeyjum og er skipverjum engin hætta […]
Eyjamenn með stærstu brennuna á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar í Þingahverfi í Kópavogi standa fyrir áramótabrennu sem tendruð verður á Gamlárskvöld. Og auðvitað eru það Vestmannaeyingar sem búa í hverfinu sem hafa sett brennuna saman en í þeim hópi eru vanir brennupeyjar. Brennan er orðin fimm metrar á hæðina og 8 metrar að lengd og er hlaðin upp eins og Þjóðhátíðarbrenna. Brennan er […]
Reyndi að stinga lögregluna af
Við reglubundið eftirlit með komu Herjólfs í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar og farþega hennar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem eigandi hennar sem jafnframt var ökumaður hennar samþykkti leit í henni. Þegar fíkniefnahundurinn Luna var að leita í bifreiðinni tók ökumaður bifreiðarinnar til fótanna og hljóp frá […]
Stærsta flugeldabingó frá upphafi

Í gær hélt handknattleiksdeild ÍBV sitt árlega flugeldabingó. Bingóið var gríðarlega vel sótt, um 400 freistuðu gæfunnar en allir vinningar voru fengnir hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, sem sér um flugeldasöluna í bænum í ár. Tíu vinningar voru í boði en þann stærsta hlaut Davíð Þór Óskarsson. (meira…)
Coppell sagðist sjá Doyle þegar hann sá mig spila

Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem mun ganga til liðs við enska 1. deildarliðið Reading á lánssamningi frá Esbjerg þann 1. janúar næstkomandi, segist vera betri leikmaður en þegar hann varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar með Halmstad árið 2005. Hann segist hafa beðið lengi eftir því að fá tækifæri til að spila á Englandi og ætlar hann […]