Gullberg VE292 frá Vestmannaeyjum fékk troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum um 150 sjómílur suðvestur af landinu. Skipið var á karfaveiðum en það er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Annað skip útgerðarinnar, Jón Vídalín VE82 er nú með Gullbergið í togi og á leið til hafnar í Vestmannaeyjum og er skipverjum engin hætta búin. Búist er við skipunum um kvöldmatarleytið en allar aðstæður eru góðar og rjómablíða.