Af skilnuðum og framhjáhaldi
17. september, 2014

Skilnaður er tætandi tímabil. Maður lætur misfalleg orð fjúka í reiði, sárindum og kannski líka stundum smá eftirsjá. Það er einhvernvegin þannig, að báðir aðilar eru að missa mikið en manni finnst samt oft að sá sem bað um skilnaðinn hafi ekki rétt á því að líða illa. Þetta var jú, það sem hann vildi.  

Mig langar að viðurkenna dálítið. Eftir að hafa opinberað þyngd mína og skóstærð, þá ætti það kannski ekki að vera svo erfitt… en þannig er það nú samt. Af því að ég vildi ekki minn skilnað, þá fannst mér ég vera í fullum rétti að vera reið. Og sár. Það var líka fullt af fólki sem var tilbúið að réttlæta reiði mína þegar ég leitaði eftir því og það var líka mjög þægilegt að vera saklaus lítil skvísa sem var skilað og þurfti þar af leiðandi ekki að útskýra eitt eða neitt fyrir einum eða neinum.

Það sem ég vildi hins vegar alls ekki viðurkenna, hvorki fyrir sjálfri mér né öðrum, var að ég átti alveg mín fimmtíu prósent í því hvernig fór.

Margir halda að það sé samskiptaleysi, tíð rifrildi eða jafnvel eitthvað eins ófyrirgefanlegt og framhjáhald, sem orsaki skilnaði. En það er bara ekki þannig. Þessir hlutir eru einungis afleiðing þess að nándina, innileikann og traustið vantar í sambandið.

Ég veit það núna. 

Ég nefnilega trúði því, á þeim tíma, að það væri einhver annar en ég sem var ábyrgur fyrir minni eigin hamingju. Ég trúði því að hamingjan væri eitthvað sem ég fengi annarsstaðar frá. Að þegar ég fengi falleg og yndisleg orð og ótrúlega dásamlegar gjafir, að það væri hamingja.

Ég trúði því í fullri alvöru að samband gengi upp þegar hvor aðili um sig myndi skuldbinda sig til þess að gera hinn aðilann hamingjusaman. Að ef manni finnst eitthvað vanta í sambandið, þá þurfi maður bara að segja hvað það er, (þú veist, með smá tuði eða af-hverju-gerðir-þú-ekki-svona-fyrir-mig athugasemdum) þá væri mínum afskiptum af málinu lokið og ábyrgðin var þá komin á herðar hins aðilans að „redda málunum“ …og gera mig hamingjusama. Þegar hinn aðilinn stendur sig svo ekki í því að fjöldaframleiða hamingju, þá er ótrúlega auðvelt að áætla sem svo að ástina vanti og að það sé þá klárlega eitthvað að sambandinu.

Töluvert mörgum bókum, endalausum vangaveltum og mörgum óþægilegum en dýrmætum spjöllum seinna, þá áttaði ég mig á tvennu. Annars vegar að það ég ber ábyrgð á minni eigin hamingju. Ég ber ábyrgð á því að ég geri og biðji um það sem gerir mig hamingjusama. Ég ber líka ábyrgð á því að koma mér úr aðstæðum sem gera mig óhamingjusama. Enginn annar.

Hins vegar áttaði ég mig einnig á því að góð sambönd byggja á trausti, innileika og nánd, en ekki endilega því að vera stöðugt að gera hluti fyrir hvort annað. Ekki að það sé eitthvað að því (og mér finnst það sjálfri enn hrikalega dásamlegt), en grunnurinn liggur samt alltaf í því að vera tilbúinn að hleypa annarri manneskju að sér. Að leyfa öðrum að sjá ófullkomnleikann. Að taka áhættuna á því að verða særður.

Allur sársaukinn og öll sú reiði sem við finnum fyrir vegna alls þess óréttlætis sem við verðum fyrir á lífsleiðinni… allur óttinn og efinn sem nagar okkur eftir að einhver hefur brotið traust okkar… er það sem reisir vegg milli okkar og annarra. Við getum líkt því við blæðandi hjartasár. Við erum svo mikið passa að það geti enginn sært okkur framar, að við tökum ekki áhættuna á að hleypum neinum það nærri að hætta myndist á frekari hjartasárum. Við tökum ekki áhættuna á að gefa ást fyrr en einhver annar sýnir okkur ást af fyrra bragði.

Þversögnin liggur samt í því að okkur langar ekki að gefa fólki alla okkar ást og væntumþykju fyrr en við finnum fyrir nánd og innileika. Fyrr en við finnum að við getum treyst manneskjunni fyrir okkur sjálfum. Þannig eru báðir aðilar oft fastir í því að halda hvor öðrum í hæfilegri fjarlægð, í viðleitni sinni að forðast mögulegan sársauka. En fólk áttar sig ekki á því að mesti sársaukinn liggur í því að finna ekki til innileika og nándar í samskiptum okkar við aðra. Það er í mannlegu eðli þessi þörf fyrir að gefa ást, þyggja ást og vera í innilegum tengslum við aðra.

Án þessarar nándar er lífið agalega einmannalegt. Við getum átt marga ættingja, dásamlega vini og jafnvel yndislegan maka, en ef við hleypum engum að, þá einfaldlega finnum við til nístandi einmannaleika.

Ég veit hversu lífshættulegur einmannaleikinn er.

Elsku þú. Viltu taka af skarið og gefa ást af fyrra bragði? Ef maki þinn er pirraður, viltu þá gefa ást (og kannski smá knús)? Ef barnið þitt er þreytt og óþolandi, viltu þá gefa því ást (og jafnvel kannski smá tíma í leiðinni)? Ef kúnninn er brjálaður, viltu þá allavega mæta honum af virðingu? Ég get lofað þér því að þetta er það eina sem þau eru að leita eftir. 

Elsku þú. Viltu kannski líka hafa í huga að það lesa ofboðslega fáir hugsanir og ef þú segir fólkinu þínu ekki hvað þú ert að ganga í gegnum og hvernig þér líður með það (og sérstaklega ef þér líður illa með það) þá smitar þú tilfinningum þínum yfir á aðra. Það eru því miður ekki mjög margir sem eru á þeim stað í lífinu að geta mætt reiði, gremju eða pirringi með ást og skilningi. – Eins dásamlegt og það væri nú ef einhver myndi nú bara knúsa mann þegar maður er eitthvað illa fyrirkallaður. Ég held einhvernvegin að þetta sé það eina sem við mannfólkið erum að leita eftir í öllum okkar samskiptum; að fá þau skilaboð að við séum elskuð og að við séum nóg.

Ég yrði þér óendanlega þakklát, því þú myndir svo klárlega gera heiminn að aðeins betri stað. Þú gætir meira að segja bjargað lífi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst