Ég sagði upp föðurhlutverkinu!
12. janúar, 2015

 „Um leið og ég var búin að segja upp föðurhlutverkinu fór allt að ganga betur.“ Í hausnum á mér endurtók ég það sem hún sagði og sagði síðan upphátt- „föðurhlutverkinu?“.  „Já ég áttaði mig á því fljótlega eftir að ég skildi að þegar það var mín vika var, þá ætlaði ég mér að sinna öllum þáttum venjulegrar fjölskyldu, vann fullann vinnudag, fór í ræktina, sinnti barninu mínu, fór í sund , fór með barnið í íþróttir, eldaði heitann mat, lét barnið læra, las fyrir svefninn, þvoði, þreif, fann til hollt og gott nesti og tók í raun að mér hlutverk bæði móður og föður – en  eftir að ég varð alveg úrvinda í töluverðan tíma þá er ég  búin að átta mig á því að ég er bara mamma“. 

Hún sagði mér raunir sínar og ég kannaðist svosem við allt það sem hún sagði þar sem ég þekki það að vera ein með barn. Það var vika og vika hjá henni og barnsföður hennar, en sjálf var ég og er í þeirri aðstöðu að ég á barn sem er í litlu og óreglulegu sambandi við föður sinn, þannig ég áttaði mig alveg á því hvað hún var að tala um. Hún tók sína viku með trompi, var ákveðin í því að standa sig og barnið ætti ekki að verða fyrir neinum „skaða“ þó svo að það væri að alast upp á tveim heimilum, annarsvegar á heimili móður og hinsvegar heimili föður. Eftir mömmu-viku var móðirin útkeyrð og algjörlega úrvinda, sennilega var það hvorki henni né barninu til góða.

Hún hafði áttað sig á því að það væri bæði gott hennar vegna og barnsins vegna að vera í jafnvægi, og hún væri móðir barnsins og það væri hennar að sinna því hlutverki- hún gæti ekki verið faðirinn sama hversu mikið sem hana langaði til þess. Það var langt í frá að hún setti þá kröfu á barnsföður sinn að hann væri bæði faðir og móðir þá viku sem barnið var hjá honum. Sumir þættir sem þau sintu voru þeir sömu, aðrir þættir svipaðir en sumt var bara það sem  pabbi gerði og annað sem eingöngu móðirin gerði.   Þetta samtal okkar hefur margoft pompað upp í huga mér í gegnum árin því ég hef alveg staðið sjálfa mig að þessari hugsun að þar sem barnið á ekki föður á heimilinu þá geri ég þá kröfu til mín að vera bæði móðir og faðir. Myndi ég banka uppá hjá nágrannakonu minni sem væri ein að ala upp barnið sitt og gera þessa kröfu á hana? Ég held ekki… myndi sennilega ekki einu sinni pæla í því!

 

Einhverntíman í kringum 15 ára aldur kallaði pabbi mig inn í eldhús og fannst mér hann pínu kjánalegur. Hann sat með einhverja litla köflótta bók sem sennilega finnst eingöngu í dag á fornbókabúðum…. það var sérstaklega tvennt sem sat eftir þetta samtal okkar „ Fríða mín, mundu bara að þú sefur hjá öllum þeim sem sá sem þú sefur hjá er búinn að sofa hjá – og ef þú sefur hjá þá þarftu alltaf að vera tilbúin að taka afleiðingum gjörða þinna“. Seinni upplýsingarnar notaði ég síðan tæpum tíu árum eftir þetta samtal okkar pabba, sem varð til þess að pabbi minn fékk það hlutverk að vera afi og ég fékk það hlutverk að verða sjálfstæð móðir.

 

Það er barni mikilvægt að tengjast bæði föður og móður, í upphafi eru hlutverk móður og föður mjög ólík og þurfa báðir aðilar að laða sig að ungabarninu og þörfum þess. Þegar barn fæðist er mikilvægt að bæði móðir og faðir taki ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem barneignir voru þaul skipulagðar eða afrakstur stundargamani tveggja einstaklinga.  Það á að vera sjáfsagt mál að bæði móðir og faðir taki þátt í umönnun barnsins og barnið fái að mynda tengsl við báða foreldra. Það að ala upp barn ætti ætíð að vera samvinnuverkefni móður og föður því bæði  eru þau mikilvægir einstaklingar í lífi barns.

 

Tökum ábyrgð á gjörðum okkar og verum góð hvert við annað. Megi ástin, kærleikurinn og fegurðin umvefja okkur öll.

 

Ykkar

Fríða Hrönn

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst