Almenningssamgöngur - hagsmunir þúsunda íbúa hljóta að vega þyngst
14. nóvember, 2015

Engum stjórnmálamanni dettur í hug að leggja það til að strætókerfi höfuðborgarsvæðisins verði tætt í sundur og þær leiðir sem skila hagnaði verði dregnar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum þar sem rútu- og ferðaþjónustufyrirtækin í landinu geta keyrt á þeim leiðum en láti sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu eftir að aka leiðarnar sem standa ekki undir kostnaði. 

Þó eru margar leiðir í strætókefi höfuðborgarinnar sem skila góðum hagnaði sem eðlilega standa undir kostnaði við þær leiðir sem ekki bera sig. En þegar kemur að almenningssamgöngum á landsbyggðinni gilda önnur lögmál.  Þar sem fáar en sterkar leiðir bera upp net áætlana til fámennari byggða eru teknar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum og sveitafélögin sitja því eftir með þær leiðir sem ekki standa undir kostnaði. Mikilvægt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin hafa byggt upp, mun dragast saman og bitna mest á  námsfólki og eldri borgurum. Fólksins á landsbyggðinni sem við eigum að standa vörð um. En rútufyrirækin sem koma á háannatíma fleyta rjómann af fjölda farþega yfir sumarið en hverf jafn harðan þegar umferðin minnkar á haustin og eftirláta sveitarfélögunum að þreyja Þorrann og Góuna með taprekstri.

Sveitarfélögin byggðu upp öflugar almenningssamgöngur.

Með eflingu almenningssamgangna í landinu á síðustu árum hefur þjónustan skipt sköpum fyrir íbúa í dreifðari byggðum landsins og farþegum í kerfinu hefur fjölgað um tugi, jafnvel hundruð þúsunda farþega á ári, mismundandi eftir svæðum. Fjölgun farþega hefur gert sveitarfélögunum kleift að bætta þjónustuna sem hefur gjörbreytt stöðu unga fólksins í dreifðari byggðum landsins og opnað þeim nýja leið til að stunda framhalds- og háskólanám í höfuðborginni. Unga fólkið sem á heima í nálægð við stærri byggðakjarna getur nú sótt framhaldsnám á hverjum degi með þéttriðnu neti almenningssamgangna gegn hóflegu gjaldi og búið áfram í foreldrahúsum.

Þannig geta námsmenn á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi sótt háskólanám til höfuðborgarinnar á hverjum degi en búið áfram í Sandgerði, Selfossi, eða Borgarnesi. Dýrt leiguhúsnæði sem er af skornum skammti er því ekki þröskuldur fyrir háskólanámi í höfuðborginni vegna góðra almenningssamgangna. Þessu til viðbótar nota eldriborgarar í hinum dreifðu byggðum strætó til að sækja sér ýmsa þjónustu til höfuðborgarinnar, eins og læknis og sérfræðiþjónustu hverskonar. Margir treysta sér ekki að aka í höfuðborginni eða ferðast um langan veg, jafnvel báðar leiðir sama daginn. En þétt áætlun strætó hefur opnað nýja ódýra og þægilega leið fyrir eldra fólkið sem nýtir þjónustuna í auknu mæli.

Nú er gengið að þessari þjónustu sveitarfélaganna með því að einkavæða þær leiðir sem skila hagnaði á landsbyggðinni. Þannig ók eitt rútufyrirtækið á Suðurlandi í allt sumar og var með áætlun nokkrum mínútum á undan strætó og hirti þannig megnið af öllum farþegunum frá Reykjavík að Höfn. Nú hefur dregið úr straumi ferðamanna á svæðinu og rútufyrirtækið því hætt akstri á leiðinni en sveitarfélögin sitja uppi með áætlun fram á vor sem ekki stendur undir kostnaði á jafn góðu kerfi og byggt hefur verið upp. Í vor með komu fleiri ferðamanna mæta þeir sem fleyta rjómann af ferðamönnum og hirða kúfinn frá sveitarfélögunum. Þetta hefur aðeins eitt í för með sér að tapið sem verður á almenningssamgöngum sveitarfélaganna mun draga úr þjónustu við fólkið á landsbyggðinni. Ég trúi því ekki að vilji meirihluta þingsins standi til þess.

Mismunun er óþolandi og ég trú því ekki að þingmenn láti það gerast fyrir fram nefið á sér að fólki í landinu sem mismunað á þennan hátt, nægur er ójöfnuðurinn þegar kemur að heilbrigðis og menntakerfinu í landinu sem flestir verða að sækja til höfuðborgarinnar.

Sveitafélögin vilja stuðningi við almenningssamgöngur.

Í heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis til sveitarfélaganna í kjördæmaviku fyrir skömmu, bað hver einasta sveitar- og bæjarstjórn þingmenn að hjálpa til við að tryggja áfram öflugt net almenningssamgangna sem eitt helsta hagsmunamál námsmanna og íbúa í kjördæminu. Ég hef miklar áhyggjur af því að ekki sé nægur vilji fyrir hendi hjá of mörgum þingmönnum til að uppfylla þessa ósk.  Með þeim afleiðingum að lífæðar strætókerfisins á landsbyggðinni verði gerðar að samkeppnisleiðum þar sem hagmunir þúsunda íbúa á landsbyggðinni verði látnir víkja fyrir hagsmunum fárra. Þetta heitir á mannamáli, að einkavæða hagnaðinn og ríkisvæða tapið.

Ef þingmenn standa ekki vörð um almenningssamgöngur í landinu verður dregið verulega úr þjónustu fyrir viðkvæma hópa á landsbyggðinni allt árið. Unga fólkið sem getur búið í foreldrahúsum verður að finna sér aðrar leiðir til að búa og þá í dýru leiguhúsnæði sem jafnvel er ekki á lausu. Ég vil ekki búa þannig að námsfólkinu á landsbyggðinni. Sveitarfélögin munu ekki standa undir tugmilljóna taprekstri þar sem einkaaðilar fá að fleyta rjómann af farþegunum í stuttan tíma á ári og láta síðan ekki sjá sig þess á milli. Er það réttlætið sem á að ráða ferðinni. Ég sem sjálfstæðismaður hef haft að leiðarljósi að við stöndum saman stétt með stétt og stöndum vörð um hagsmuni fólksins, líka á landsbyggðinni.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst