Glimmerjólakúlujól
22. desember, 2020

Það getur verið flókið að vera 41 árs stelpukona, jólabarn, pakkasjúk og með vott af Pétur Pan ,,tendensum”. Ég elska jólin vandræðalega, eins og hefur komið fram, og finnst í rauninni að þau ættu að vera annað hvort lengri eða allavega tvisvar á ári. 

Þegar ég viðra þessa skoðun mína segir mér eldra og fróðara(ok og yngra og fróðara) fólk að ef jólin væru oftar á ári yrðu þau ekki eins sérstök og þau eru. Þessu er ég bara ekki sammála, jól í desember og svo aftur í júní yrði geggjað, vetrarjól og sumarjól.

Jólin eru auðvitað ekkert nema hefðir á hefðir ofan og það getur truflað mig óþarflega mikið ef ákveðnir hlutir eru ekki eins og þeir eru vanir. Merkilegt samt að þetta snýr nær eingöngu að æskuheimili mínu, Heiðó, en þar hef ég haldið jólin alla mína ævi, að undanskildum tveimur skiptum. Það mæðir því mikið á foreldrum mínum að Fordekraða MiðjuBarnið fái allt eins og hún er vön…..
Ég var alveg að fara að ræða við þau um helgina að jólakortapokinn væri ekki komin á sinn stað, hamdi mig af því ég er ,,fullorðin” en ískraði af gleði þegar mamma kom með hann og slengdi honum á sinn stað…….. Ég, frek……aldrei.

Ég dáist að fólki sem er ekki fast í hefðum, fólk sem hefur mismunandi jólamat ár hvert, heldur jólin sín fjarri heimili sínu svo ég tali ekki um fólkið sem skiptir um jólaskraut á jólatrénu á hverju ári……skil þetta engan veginn en dáist að því. Það flippaðasta sem ég geri þetta árið er að skipta silfur jólatréstoppnum út fyrir bleikan glimmer topp,skil reyndar ekki að ég, andleg glimmer systir Páls Óskars,sé ekki löngu búin að því.

Elsku jólin koma ekki á morgun heldur hinn, koma í allri sinni dýrð hvort sem við erum búin að skúra, þrífa ofan af skápunum eða fægja silfrið(fægir fólk ennþá silfur?). Ég hlakka til að fá stóru stelpuna mína heim í kvöld, hlakka til að hitta litla bróður minn, hlakka til að eyða jólunum með Mána, litla hvolpinum okkar, í fyrsta sinn þó hann muni mjög líklega pissa á pakkana og éta allt sem fyrir honum verður. Ég hlakka til að borða lærið hans pabba, sósuna hennar mömmu sem er það góð að mig langar að drekka hana með röri og já ég hlakka til að opna pakkana. Ykkur að segja hlakka ég líka ósegjanlega til þegar Erla mín og co koma um áramótin, þá verða þau búin að vera í tveggja vikna sjálfskipaðri sóttkví svo við getum eytt áramótunum saman. Ég hlakka líka afar, afar mikið til að fá ástina mína til mín á milli jóla og ný-árs. Jólin eru nefnilega tími til að njóta samveru með þeim sem við elskum mest, gera það sem gleður okkur og finna hjartað okkar springa af hamingju við það að hugsa um hversu heppin við erum.

Hugur minn er hjá þeim sem þurftu að flýja náttúruhamfarir fyrir austan og vita ekki hvort eða hvenær þau komast heim. Hugur minn er hjá þeim sem eyða jólunum í sóttkví eða einangrun vegna, afsakið orðbragðið, fokking Covid. Hugur minn er hjá þeim sem búa við stríð, fátækt, ofbeldi, ótta eða sorg. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir þeim forréttindum sem ég bý við og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut.

Gleðileg jól elsku fólkið mitt, ég vona að jólin ykkar verði gleðirík, falleg, stútfull af samveru með fólkinu í ykkar jólakúlu, nóg af góðgæti og með dass af glimmeri og pallíettum.

,,Til lífs og til gleði”

Lóa🙂

 
 
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst