Í öðrum þætti er rætt við Harald Ara Karlsson um líf og störf. Haraldur Ari hefur starfað sem aðstoðar leikstjóri í all mörg ár og fer hann yfir lífshlaup sitt að þeim stað sem hann er komin á núna í þættinum.
Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram að hlusta á eitt af nokkrum viðtölum sem að Þremenningarnir í stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954. Viðtalið í dag er við hjónin í Vesturhúsum, Magnús Guðmundsson sem var fæddur 27. júní 1872 og lést 24. apríl 1955 og Jórunni Hannesdóttur fædd 30.september 1879 og lést 24 . janúar 1962. Þau ræða um hvernig lífið var á þeirra uppvaxtar árum og hvernig lífið hefur tekið breytingum á þeim tíma. Við fáum skemmtilega innsýn í lífið fyrir um það bil 90 – 120 árum og forvitnilegt að bera saman tímana þá og nú.
Næsti þáttur kemur í loftið næsta fimmtudag kl 12:00 á Eyjar.net.
Endilega fylgjið okkur á Facebook, Instagram og Twitter undir nafninu Vestmannaeyjar – mannlíf og saga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst