Í sjötta þætti er rætt við Einar Björn Árnason um líf hans og störf. Einar Björn á og rekur veisluþjónustu og veitingastaðinn Einsa Kalda. Ræðir hann við okkur hvernig var að vera ungur peyji í Eyjum og fer yfir lífshlaup sitt fram að deginum í dag.
Í seinni hluta þáttarins fáum við að hlusta á viðtal sem Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954.
Viðtalið sem við fáum að heyra nú er við Stefán Guðlaugsson í Gerði sem fæddist 6. desember 1888 og lést 13. febrúar 1965. Í þessu viðtalsbroti lýsir Stefán sjómennskunni hér á árum áður en því miður þá vantar endirinn á viðtalið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst