Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí. Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum smábátar.is. […]

Fyrirlestur um fjölbreytileikann, ég er unik

Viska, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Blár apríl, styrktafélag barna með einhverfu, bjóða upp á frían aðgang að fyrirlestri um heim einhverfunnar með Aðalheiði Sigurðardóttur. Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi og hlý upplifun fyrir alla. Erindið fer fram á Zoom 4. maí kl. 17:00 og stendur yfir í um klukkutíma. Þátttakendur þurfa að skrá sig á […]

Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]

Breytt skipurit í Safnahúsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum. Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið. Í minnisblaðinu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.