Óvissuþættir geta haft áhrif á fjárhagsáætlun

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór á fundi bæjarráðs í vikunni yfir stöðu undirbúnings að fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun áranna 2024-2026. Með hliðsjón af þeim forsendum sem bæjarráð samþykkti um undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 og þeim fundum sem haldnir hafa verið í fagráðum og með bæjarfulltrúum, um eignfærðar og gjaldfærðar sérsamþykktir, er að komast mynd […]
Halli Geir heimsmeistari á annarri

„Elsku Halli minn þurfti að víkja frá keppni á hægri hendi vegna meiðsla eftir fjórðu glímu. Hér er hann með Úkraínumanninum Oleh Zhokh sem er bestur í heiminum í 85.kg.flokki á vinstri. En við Eyjamenn eigum heimsmeistara í sjómann á vinstri líka,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, eiginkona Haraldar Geirs Hlöðverssonar sem vann frækin sigur í flokki […]
Konur unnu – Karlar töpuðu

Eyjakonur í handboltanum gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar þær mættu Haukum í Olísdeildinni. Úrslitin urðu 23:24 en í hálfleik var staðan sextán mörk gegn ellefu okkar konum í vil. Er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar. Á Skaganum var ÍBV í þægilegri stöðu, 2:0 yfir gegn ÍA í næst síðasta leik neðri hlutans […]
Undir gjallregni – Útgáfuteiti í Eldheimum í dag

„Fjölmennt útgáfuteiti Óla á Stapa móðurbróður míns haldið í Pennanum Eymundssyni við Skólavörðustíg í gær. Undir gjallregni heitir þessa magnaða bók sem er svo listilega vel skrifuð um upplifun hans í eldgosinu í Eyjum 1973 þar sem hann starfaði sem lögreglumaður. Frásögn sem lætur engan ósnortin. Fyrsta bók frænda sem er kominn á tíræðisaldur,“ segir […]
Sigtryggur lánaður til Austurríkis

Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í gær. Erlingur sagði Sigtrygg Daða vera lánaðan til austurríska liðsins til ársloka og verða tilbúin í slaginn með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst […]
Breki VE sigldi 3.300 sjómílur þvers og kruss í haustralli Hafró

Breki VE lagði úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag áleiðis til Vestmannaeyja að afloknu haustralli Hafrannsóknastofnunar sem leigði skipið í verkefnið annað árið í röð. Veiðarfærum var skilað í land í Hafnarfirði og flestum í áhöfninni reyndar líka til að þeir kæmust á árshátíð VSV í kvöld. Fjórir urðu eftir um borð til að sigla Breka […]