„Fjölmennt útgáfuteiti Óla á Stapa móðurbróður míns haldið í Pennanum Eymundssyni við Skólavörðustíg í gær. Undir gjallregni heitir þessa magnaða bók sem er svo listilega vel skrifuð um upplifun hans í eldgosinu í Eyjum 1973 þar sem hann starfaði sem lögreglumaður.
Frásögn sem lætur engan ósnortin. Fyrsta bók frænda sem er kominn á tíræðisaldur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari með meiru á FB-síðu sinni um bók frænda síns, Ólafs Sigurðssonar í Vatnsdal í Vestmannaeyjum.
Næst eru það heimahagarnir og kynnir Óli bók sína í Eldheimum í Vestmannaeyjum í dag. Myndina fengum við lánaða hjá Þorsteini.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst