Opnað fyrir umsóknir á tjaldlóðum á föstudaginn

Opnað verður fyrir umsóknir lóða föstudaginn 21. júlí kl. 10:00. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út. […]
Píparar menn framtíðarinnar

Miðstöðin hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki en núverandi eigendur þess eru hjónin Marinó Sigursteinsson og Marý Ólöf Kolbeinsdóttir. Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið árið 1940 en rak það undir sínu nafni allt til 1950 þegar það fékk nafnið Miðstöðin. Marinó Sigursteinsson er þriðji ættliðurinn sem starfar við fyrirtækið […]
Bergur VE landaði fullfermi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Eyjum í gær. Þetta var fyrsti túr skipsins að loknu eins mánaðar hléi frá veiðum. Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Vefur Síldarvinnslunnar ræddi við Jón Valgeirsson, skipstjóra. „Við fórum austur á Papagrunn og þar gekk vel að fiska. Það var 18 tíma stím hvora leið. […]
Gunnar Heiðar tekur við Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2023.Frá þessu var greint á Fótbolti.net. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði […]
Það reddast allt í Vestmannaeyjum

Ég var spurð að því um daginn hvernig mér fyndust Vestmannaeyingar. Merkileg spurning og skemmtileg. Og gefur kannski strax til kynna að Vestmannaeyingar séu eitthvað öðruvísi en annað fólk. Mín fyrstu viðbrögð voru að segja að ég upplifði Vestmannaeyjar einmitt bara eins og litla útgáfu af Íslandi, ég þekki nákvæmlega sömu týpurnar á Heimaey og […]
Þorskkvótinn að klárast og verð á þorski hækkar

Það eru ekki nema um 11 þúsund tonn eftir af þorskkvóta fiskveiðiársins 2022/2023 af þeim 168 þúsund tonnum sem úthlutað voru. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en fjöldi báta verða bundnir við bryggju þangað til. Frá þessu greinir mbl.is. Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað eftir að strandveiðum lauk og er verð í dag á hvert […]
Dúkkur og sprengjur í bíó

Sumarið í ár er mikið kvikmyndasumar en stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer verða báðar frumsýndar þann 20. júlí nk. Það hefur verið mikil eftirvænting fyrir myndunum tveimur, enda allt í þær lagt. Gerð þeirra kostaði yfir 100 millljónir bandaríkjadala hver. Mikil áskorun er í gangi á samfélagsmiðlum að horfa á báðar myndirnar í röð og hefur þá […]