Sumarið í ár er mikið kvikmyndasumar en stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer verða báðar frumsýndar þann 20. júlí nk. Það hefur verið mikil eftirvænting fyrir myndunum tveimur, enda allt í þær lagt. Gerð þeirra kostaði yfir 100 millljónir bandaríkjadala hver.
Mikil áskorun er í gangi á samfélagsmiðlum að horfa á báðar myndirnar í röð og hefur þá kvikmyndaparið verið kallað Barbenheimer. Eyjabíó verður með Oppenheimer í sýningu hjá sér á föstudaginn og Barbie alla helgina.
Barbie er ein vinsælasta og mest selda dúkka í heiminum og í myndinni fáum við að fylgjast með ferðalagi hennar frá hinum fullkomna dúkkuheimi yfir í hinn harða raunveruleika. Það eru þau Margot Robbie og Ryan Gosling sem fara með hlutverk Barbie og Ken.
Margverðlaunaðir leikstjórar koma að myndunum en það er hún Greta Gerwig sem leikstýrði Barbie og Christopher Nolan sem leikstýrði Oppenheimer, sem fjallar um J. Robert Oppenheimer, föður atómsprengjunnar. Cillian Murphy fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst