Ég var spurð að því um daginn hvernig mér fyndust Vestmannaeyingar. Merkileg spurning og skemmtileg. Og gefur kannski strax til kynna að Vestmannaeyingar séu eitthvað öðruvísi en annað fólk. Mín fyrstu viðbrögð voru að segja að ég upplifði Vestmannaeyjar einmitt bara eins og litla útgáfu af Íslandi, ég þekki nákvæmlega sömu týpurnar á Heimaey og Norðurey.
En svo fór ég að hugsa þetta betur. Því ég vissi eiginlega alveg hvað viðkomandi meinti. Ég verð bara stundum hörundsár þegar fólk gefur þetta í skyn því mér finnst það vera gert af vanþekkingu og misskilningi. Að það sé eitthvað neikvætt við Vestmannaeyinga. Þeir séu eitthvað skrítnari en annars gengur og gerist hjá landsmönnum. Svo er ekki.
Samt er ég alveg sammála því að það sé eitthvað öðruvísi við Eyjamenn. En hvað er það? Hvað verður t.d. til þess að 4.500 manna bæjarfélag á lið í efstu deildum karla og kvenna í handbolta og fótbolta? Handboltaliðin spiluðu bæði til úrslita í vor, skiluðu þremur titlum og það þarf sko marga í fótboltalið. Margrét Lára og Ásgeir Sigurvins, landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgríms og Addi P. og jú Íslandsmethafinn í maraþoni, Hlynur Andrésson, er líka Eyjamaður. Ein af stærstu krakkamótum sumarsins eru haldin ár hvert í Vestmannaeyjum og fólk streymir til Eyja í Puffin-run og á golfvöllinn sem er einhver sá flottasti í heimi.
Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta tölublaði Eyjafrétta (13. tbl.).
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst