Bilun í skrúfubúnaði Herjólfs

Upp hefur komið bilun í skrúfubúnaði ferjunnar, að því sögðu stefnir Herjólfur á að sigla til Þorlákshafnar á morgun á annarri skrúffunni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 (Áður kl. 07:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 17:00 (Áður kl. 20:45)*Gera má ráð fyrir að sigling milli lands og Eyja taki um 5 klst. Ferð kl. 10:45 frá […]

Vilja lengja Kleifakant og hafnarkant í Gjábakkafjöru

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru. Tillagan felur í sér að […]

Engar siglingar í dag

Herjólfur..jpg

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar í dag miðvikudag, 22.nóvember vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað […]

Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]

Leiðinda veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 13 í dag til klukkan 19 í kvöld. Gert er ráð fyrir vestan stormi, 20-25 m/sek nærri ströndinni og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum staðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum […]

Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit  Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði ein­vígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í loka­keppni Am­er­íku­bik­ars­ins, Copa America, en liðin sem kom­ast í undanúr­slit Þjóðadeild­ar­inn­ar, kom­ast í […]

Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.