Bilun í skrúfubúnaði Herjólfs

Upp hefur komið bilun í skrúfubúnaði ferjunnar, að því sögðu stefnir Herjólfur á að sigla til Þorlákshafnar á morgun á annarri skrúffunni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 (Áður kl. 07:00) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 17:00 (Áður kl. 20:45)*Gera má ráð fyrir að sigling milli lands og Eyja taki um 5 klst. Ferð kl. 10:45 frá […]
Vilja lengja Kleifakant og hafnarkant í Gjábakkafjöru

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru. Tillagan felur í sér að […]
Engar siglingar í dag

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar í dag miðvikudag, 22.nóvember vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar segir enn fremur. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað […]
Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]
Leiðinda veður í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 13 í dag til klukkan 19 í kvöld. Gert er ráð fyrir vestan stormi, 20-25 m/sek nærri ströndinni og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum staðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum […]
Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði einvígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í lokakeppni Ameríkubikarsins, Copa America, en liðin sem komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, komast í […]
Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]