Lætur af störfum eftir 23 ára starf

Elsa Valgeirsdóttir var heiðruð á aðalfundi Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór nýverið. Elsa hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins undanfarin 23 ár en hefur látið af störfum. Karl Haraldsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Í tilkynningu á heimasíðu GV segir að Elsa hafi unnið ótrúlegt starf fyrir klúbbinn. „Hún hefur gengið í öll störf innan félagsins. […]
Önnur bandarísk til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Natalie Viggiano hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur því með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Natalie sem er 23 ára, var valin í NWSL draftinu í fyrra nr. 46 í lið OL Reign, sem nú heitir Seattle Reign. Áður […]
Vilja fund með ráðherra vegna þjóðlendukröfu

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Líkt og áður hefur komið fram lýsti fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands […]
Aftuelding í heimsókn

Leikið er í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu klukkan 14:00. ÍBV stelpurnar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sætinu með 6 stig úr 17 leikjum. Karlaliðið leikur svo norðan heiða í dag gegn KA, leikurinn hjá strákunum hefst klukkan […]
Síðdegisferð Herjólfs til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir eina ferð á háflóði til Landeyjahafnar í dag, laugardag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Gert er ráð fyrir hækkandi ölduhæð þegar líður á daginn, ásamt vindi. Siglir Herjólfur því til Þorlákshafnar seinni ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Þetta kemur fram í […]
ÍBV leikur fyrir norðan í dag

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þar mætast KA og ÍBV í KA heimilinu. ÍBV í fjórða sæti með 20 stig á meðan KA er í níunda sæti með 10 stig. Bæði lið hafa leikið 15 leiki. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í dag. (meira…)
ÍBV og Afturelding mætast í dag

Þrír leikir fara fram í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið í fjórða sæti deildarinnar af afloknum 15 leikjum. Þess ber að geta að flest liðin hafa leikið 17 leiki og á það við um andstæðinga ÍBV í dag. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 6 […]