Bandaríska knattspyrnukonan Natalie Viggiano hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur því með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Natalie sem er 23 ára, var valin í NWSL draftinu í fyrra nr. 46 í lið OL Reign, sem nú heitir Seattle Reign. Áður hefur hún leikið með háskólaliðinu í Wisconsin University.
Snemma var hún í úrtökum fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og hefur hún einnig verið ofarlega í sóknartölfræði hjá háskólaliði sínu síðustu ár. Hún kemur til ÍBV frá Damaiense sem leikur í efstu deild Portúgal.
Knattspyrnuráð býður Natalie velkomna og hlakkar til samstarfsins, segir að endingu í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV.
Er þetta annar bandaríski leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÍBV á jafn mörgum dögum, en í gær var tilkynnt um að varnarmaðurinn Lexie Knox hafi skrifað undir samning við félagið.
https://eyjar.net/bandariskur-varnarmadur-til-ibv/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst