Ávísun á mikla spennu og skemmtun

IBV Haukar

Nú er ljóst að ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll á laugardaginn. Eyjamenn höfðu betur gegn Haukum, 33:27 í fyrri leik undanúrslitanna í kvöld. Voru yfir allan tímann og var staðan 17:13 í hálfleik. Valur hafði yfirhöndina í leik gegn Stjörnunni og sigraði 32:26 í seinni leiknum. Það má […]

ÍBV í bikarúrslit

DSC_4953

ÍBV og Hauk­ar mættust í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll í kvöld. Eyjamenn leiddu leikinn frá upphafi og sigruðu nokkuð örugglega, 33-27. Fjórir leikmenn ÍBV skoruðu sex mörk. Þeir Daniel Vieira, Elmar Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson og Arnór Viðarsson. Dagur Arnarsson skoraði fjögur og Petar Jokanovic stóð sig vel í markinu og varði […]

Hollvinasamtök Hraunbúða hljóta viðurkenningu

oldrunarrad_vidurkenning_hopmynd_2024_IMG_6103

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Í ár voru það Hollvinasamtök Hraunbúða sem fengu viðurkenningu Öldrunarráðs. Eins og flestir Eyjamenn vita eru hollvinasamtökin félag sem styrkir hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum með gjöfum og ýmsum viðburðum fyrir íbúa og aðstandendur. Félagið var […]

Fótboltaskóli ÍBV og HKK

aefing_yngri_flokkar_2023_herjolfsholl_final

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna, 25-27. mars nk. en þá verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum, segir í frétt á vefsíðu ÍBV. Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8. bekk og fá allir […]

Í startholunum í Eyjum

heimaey_hofn_22

Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Greint er frá því á fréttavefnum Vísi að skip Ísfélagsins, Heimaey VE sé haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef vísbendingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. Í fréttinni er haft eftir Birki Bárðarsyni […]

Hvetja sveitarstjórnarfólk til að greiða fyrir gerð kjarasamninga

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnarráðs Framsóknar í gærkvöldi: Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Lækkun vaxta eykur kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir […]

Fornir fjendur mætast í dag

ÍBV og Haukar eigast við í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Á fjórða tug stuðningsmanna liðsins skellti sér í hópferð í morgunnsárið í gegnum Þorlákshöfn og var góð stemmning í hópnum samkvæmt viðmælanda Eyjafrétta. Þó nokkuð af stuðningsmönnum hefur auk þess ferðast til lands bæði […]

Fengu 38 athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sýnum þann 25. janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir hafnarsvæði. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum við tillöguna rann út 26. febrúar. Ánægð að fólk láti sig skipulagsmálin varða Dagný Hauksdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi staðfesti í samtali við Eyjafréttir […]

Ráðast í aðgerðir í þágu öflugri fjölmiðla

Drög að stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 og aðgerðaráætlun henni tengdri hafa verið birt í samráðsgátt. Um er að ræða fyrstu opinberu stefnu um málefni fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að með stefnunni sé mótuð framtíðarsýn og skilgreindar lykiláherslur á málefnasviði fjölmiðla með það að markmiði að efla […]

Hætt við hafnarkant við Löngu

hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja var tekið fyrir að nýju á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Um er að ræða nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur. Ferli aðalskipulagsbreytinga er skipt upp í fjóra fasa og getur tekið um 6-12 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.