Birna Berg áfram í Eyjum

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Birna hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið einn af lykil-leikmönnum liðsins, en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Í tilkynningunni segir að þetta sé gríðalegt ánægjuefni og er […]
„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“

Á ferðum mínum um landið í aðdraganda biskupskjörs rifjast svo ótal margt upp fyrir mér, úr sögu landsins okkar og ríkulegri menningararfleifð. Til dæmis sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, um Fjalla Bensa, hrútinn Eitil og hundinn Leó, sem gerist í óbyggðum þegar Benedikt leitar eftirlegukinda í aðdraganda jóla og lendir í margra daga stórhríð. Að […]
Sjálfbær rekstur í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi bæjarstjórnar. Er ljóst að staðan er góð. Er niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta) jákvæð um 564 milljónir króna sem er um 400 milljónum umfram áætlun og 530 milljónum betri en árið […]
Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda. Ofangreindan texta […]
Hugað að næsta skólaári

Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. […]

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Páskaeggjaleit á skírdag

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður á Skansinum á skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar, en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Málið tekið aftur upp í haust

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru heimgreiðslur sveitarfélagsins til umfjöllunar. Þar voru lagðar fram bókanir af bæði minni- og meirihluta um málið. Í bókun frá minnihlutanum segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði hafi ítrekað gert athugasemdir við þá leið sem ákveðin var að fara í þessu máli en þau varnaðarorð voru hunsuð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka […]
Segja hugmyndir um skattahækkanir óráð fyrir alla þjóðina

Samkeppnishæfar útflutningsgreinar eru grundvöllurinn að lífskjörum þjóðarinnar. Þar gegnir ferðaþjónusta lykilhlutverki, en greinin hefur umbylt efnahag þjóðarinnar á undanförnum 15 árum. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu voru 598 milljarðar króna á síðasta ári og greinin stóð undir 32% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á dögunum segir að mikilvægt sé að […]
Herjólfur kemst fleiri ferðir

Síðustu sólarhringa hefur verið unnið við dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Nú hefur Herjólfur ohf. gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, þar sem sigldar verða fimm ferðir og fjölgar þar með um eina ferð frá núgildandi áætlun. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun miðvikudag til föstudags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, […]