Herjólfur kemst fleiri ferðir
26. mars, 2024
herjo_inns
Herjólfur. Eyjar.net/TMS

Síðustu sólarhringa hefur verið unnið við dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Nú hefur Herjólfur ohf. gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, þar sem sigldar verða fimm ferðir og fjölgar þar með um eina ferð frá núgildandi áætlun.

Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun miðvikudag til föstudags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 19:30,22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 20:45, 23:15.

Hvað varðar siglingar fyrir laugardag, verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 á laugardagsmorgun.

https://eyjar.net/dypkun-hafin-og-god-spa-framundan/

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst