„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“
26. mars, 2024

Á ferðum mínum um landið í aðdraganda biskupskjörs rifjast svo ótal margt upp fyrir mér, úr sögu landsins okkar og ríkulegri menningararfleifð.

Til dæmis sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, um Fjalla Bensa, hrútinn Eitil og hundinn Leó, sem gerist í óbyggðum þegar Benedikt leitar eftirlegukinda í aðdraganda jóla og lendir í margra daga stórhríð.

Að mínu mati gæti Biskup Íslands horft til Fjalla Bensa í mörgu; með að láta sig varða um þær lifandi sálir sem ekki hafa öruggt skjól í erfiðum aðstæðum, sýna þrautseigju og hugrekki við að halda út þótt á móti blási, og tileinka sér umhyggju til alls sem lifir.

Sauðirnir sem biskup Íslands þarf að uppörva og hlúa að tengslum við, eru vígðir og óvígðir þjónar kirkjunnar, fólkið sem hefur tekið að sér trúnaðarstörf í sóknum og söfnuðum landsins og landsmenn allir þegar biskup ávarpar þjóðina, á stundum gleði og þegar áföll ríða yfir. Rétt eins og Fjalla Bensi fór aldrei einn í sínar eftirleitir, hafði alltaf forystusauðinn Eitil og smalahundinn Leó með í för, á biskup Íslands að vera í samvinnu og samstarfi  við aðra í þegar hann gegnir hlutverki sínu.

Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum  nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg.  Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum.

Þegar Grindvíkingar hittust eftir rýmingu bæjarins í Hallgrímskirkju var haft eftir forsætisráðherra: „Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“. Þetta ættum við þjóðkirkjufólk að muna betur og taka til okkar. Byggjum á þeim ríka arfi sem við eigum og leyfum Jesú Kristi að vera það leiðarljós sem aldrei fennir í kaf.

Elínborg Sturludóttir.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst