Veðurstofan gefur út fleiri viðvaranir
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Er þetta önnur viðvörunin sem gefin er út um helgina á Suðurlandi, en þar tekur viðvörunin gildi á morgun, sunnudag kl. 18:00 – mánudagsmorguns kl. 06:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í […]
Myndband frá Halldóri úr Dalnum í dag
Halldór B. Halldórsson tók hring í Herjólfsdal í dag og myndaði meðal annars duglegu sjálfboðaliða ÍBV þrífa eftir gærkvöldið. (meira…)
Huga þarf að hvítu tjöldunum vegna veðurs
Mikið hvassviðri er í Vestmannaeyjum og verður töluverður vindur út alla helgina. Þjóðhátíðarnefnd biður eigendur hvítu tjaldanna að huga vel að tjöldum sínum og festingum. Einnig hefur Herjólfshöllin verið opnuð og mun gæsla taka á móti fólki þar sem þurfa á að halda. (meira…)
Bubbi sáttur með kvöldið
Bubbi Morthens var í góðum gír í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar í morgun eftir vel heppnað gærkvöld á Þjóðhátíð. Hann var meðal þeirra tónlistarmanna sem komu fram á kvöldvökunni og söng Brekkan hástöfum með honum frá byrjun til enda. „Það er heimleið eftir geðveikt kvöld hérna í Eyjum. Eigum við ekki bara að vera […]
Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra
Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]
Óvenju fá fíkniefnamál á Þjóðhátíð
Nóttin var fremur tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir aðspurður í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að engin tilkynning um kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í nótt og er einn í klefa vegna þess, en heilt yfir gistu fimm þjóðhátíðargestir fangageymslur. Tveir þeirra […]