Töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli

Eyjamenn töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar er liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn ÍR. ÍBV komst yfir í leiknum þegar Viggó Valgeirsson skoraði í fyrri hálfleik. Á 60. mínútu fékk Jordian Farahani rautt spjald og ÍR-ingar manni færri það sem eftir lifði leiks. Tómas Bent Magnússon kom ÍBV í 2:0 á 65. […]
Óvenjulangur túr hjá Vestmannaey

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. „Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey […]
ÍBV fær ÍR í heimsókn

Það verður nóg um að vera í Lengjudeild karla í dag en sex leikir verða spilaðir um land allt og mætir ÍBV liði ÍR á heimavelli í kvöld. Eftir sextán leiki situr lið ÍBV í öðru sæti með 31 stig, en ÍR er í því fimmta með 26 stig. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 […]
1000 pysja múrinn brotinn

Skráðar hafa verið hátt í tólf hundruð pysjur hjá pysjueftirlitinu á lundi.is, en ballið er rétt að byrja þar sem Náttúrufræðistofa Suðurlands spáir í kringum 10.000 pysjum í ár eins og greint hefur verið frá. 421 pysja hefur verið vigtuð og er meðalþyngd þeirra 315 grömm, en sú þyngsta vó 416 grömm sem þykir með […]