Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón […]

Fjölskyldufyrirtæki á traustum grunni

K94A0982

Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera starfandi í yfir 80 ár innan sömu fjölskyldu. Marinó Jónsson, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið 1940 og er Marinó Sigursteinsson þriðji ættliður sem rekur Miðstöðina en hann tók við af föður sínum, Sigursteini Marinóssyni árið 1991. Nú er fjórði ættliðurinn, sonurinn Bjarni […]

Hafró enn á móti dælingu við Landeyjahöfn

Enn og aftur leggst Hafrannsóknarstofnun gegn fyrirhugaðri efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg af hafsbotni við Landeyjahöfn sem allir umsagnaraðilar, ekki síst bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa mótmælt kröftuglega. „Stofnunin gerir þetta þrátt fyrir að Heidelberg hafi minnkað fyrirhugaða efnistöku í kjölfar gagnrýni fyrr á árinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna. Umsögnin var birt fimmtudaginn 26. […]

Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Oli Joi Pn

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.