ÍBV sigraði Val

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17. ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var […]
Jólakaffi og heiðranir

Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir. Þeir […]
Ívið lakari kjörsókn

Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum. Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en […]
Orðið jólalegt í Eyjum

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 1. desember. Óhætt er að segja að það sé jólalegt um að litast í Eyjum í dag. Hvít jörð og nánast logn. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur svipmyndir frá í morgun hér að neðan. (meira…)
Kjörfundur hafinn

Í dag ganga Íslendingar til þingkosninga. Kjörfundur hófst víðast hvar klukkan níu í morgun. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir: Í […]
Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkó – myndir

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács sungu. Þá sögðu Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur Örn Jónsson prestur nokkur orð. Það kom svo í hlut Móniku Hrundar […]
ÍBV og Valur mætast

Lokaleikur 12. umferðar Olísdeildar karla fer fram í Eyjum í dag, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar, en Eyjaliðið í sjötta sæti með 11 stig. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að í dag, 30. nóvember hefði Kolbeinn Aron Ingibjargarson eða Kolli eins og hann var ávallt […]