Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir.
Þeir sem mættu og voru heiðraðir voru:
Til stóð að heiðra fleiri vegna starfsloka og stórafmæla ef þeir hefðu átt tök á að mæta. Þar á meðal voru sjómenn sem áttu ekki heimangengt vegna vinnu sinnar.
„Við viljum þakka Kvenfélaginu Líkn fyrir veitingarnar og Hallarfólki fyrir að taka á móti okkur með jólalegri Höll. Jólasveinarnir voru það góðir að þeir verða sennilega að gera sér ferð af fjöllum á þennan árlega viðburð hér eftir.” segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, yfirmaður starfsmannamála hjá VSV í samtali við vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst