Kíkt í kosningakaffi

Fastur liður margra á kjördag er að kíkja í kaffi hjá sínu fólki þegar búið er að kjósa. Þrátt fyrir að tíu flokkar byðu fram í kosningunum í gær buðu aðeins þrír, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur upp á kosningakaffi í Vestmannaeyjum. Framsókn var í eigin húsnæði við Kirkjuveg, Samfylkingin á veitingastaðnum Næs hjá Gísla Matthíasi […]

Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum  en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)

Sig­urður Ingi heldur sæti sínu

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, ráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfn­un­arþingmaður og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins  er dott­in út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]

Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.