Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var Samfylkingin stærst, segir í umfjöllun Vísis um niðurstöðurnar.
Flokkur Fólksins fékk 20% atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 19.6%. Samfylking 17,3% og Miðflokkur 13,6%. Framsókn var með 12% og Viðreisn 11,2% og fá þessi framboð sitt hvorn þingmanninn. Aðrir koma ekki mönnum að í kjördæminu.
Þetta eru kjörnir þingmenn kjördæmisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst