Terra tekur yfir sorpið

Þann 1. desember, tók Terra formlega við þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ, sem áður var í höndum Kubbs. Samningurinn nær til þjónustu við heimili og stofnanir bæjarins, auk reksturs móttökustöðvar og þjónustu við grenndarstöðvar. Þetta nýja verkefni markar tímamót og felur í sér fjölmörg tækifæri til að lyfta úrgangsmálum Vestmannaeyja á hærra plan. Fyrirtækið hefur miklar væntingar […]

Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“ Veisluþjónustan hefur einnig farið […]

Bærinn birtir ekki allan samninginn

eldfell_tms

Eyjafréttir óskuðu eftir að fá samning sem gerður var á milli Vestmannaeyjabæjar og Stúdíós Ólafs Elíassonar um gerð listarverks/minnisvarða á og við Eldfell. Samningurinn fékkst afhentur en búið er að strika yfir hluta texta skv. beiðni viðsemjenda Vestmannaeyjabæjar með þeim rökstuðningi að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Þá vantar í […]

Bíða af sér veðrið

20221101 121730

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]

Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

Búið er að fresta leik Stjörnunnar og ÍBV sem fara átti fram í Garðabæ í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandinu að vegna breytinga á ferðum Herjólfs í dag muni leikur Stjörnunnar og ÍBV í Olís deild karla fara fram á morgun, föstudag og hefst hann kl. 18:00. (meira…)

Siglt til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45 falla niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.