Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír
5. desember, 2024

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“

Veisluþjónustan hefur einnig farið vel af stað og má segja að hún haldi rekstrinum gangandi yfir vetrartímann segir Einar. „Haustin eru oft sterk í veisluþjónustunni, sem er frábært. Við höfum verið með hvern stórviðburðinn á fætur öðrum eins og árshátíð Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar, ásamt veislum út í bæ. Það er einnig margt framundan hjá okkur og svo förum við að detta í jólatörnina. Við verðum með stórt og metnaðarfullt jólahlaðborð laugardaginn 7. desember í samstarfi við strákana í Höllinni. Þá verðum við með góða gesti eins og Jónsa í Svörtum fötum, ásamt fleiru góðu Eyjafólki,“ segir Einar Björn.

Framundan á Einsa Kalda

„Það sem er framundan hjá okkur á veitingastaðnum er í rauninni bara jólatörnin. Við höfum byggt okkur gott orðspor fyrir jólaplattana okkar síðustu ár og ætlum við að halda í þá hefð. „Jólakvöld á Einsa Kalda“ verður því aftur í ár, þetta er einstaklega notalegt kvöld með góðu úrvali af fjölbreyttum mat. Við gerum allan okkar mat frá grunni og fólk finnur það. Við erum einnig að undirbúa jólakokteilana ásamt smörrebrauðum. Staðurinn er einstaklega notalegur yfir vetrartímann, dökkur og kósí og við erum ótrúlega heppin með starfsfólkið okkar.“

Nýr matseðill í janúar

Og áfram verður haldið á nýju ári. „Við erum með opið okkur fimmtudaga til sunnudaga og gerum við það í samráði við starfsfólkið, þau halda sinni vakt og eru svo í fríi mánudaga til miðvikudaga. Við ætlum svo að hafa opið á milli jóla og nýárs, og eftir það lokum við í smá tíma til að útbúa glænýjan matseðil. Þegar við erum ánægð með hann opnum við aftur í janúar, en þessir dagar eru ómetanlegir fyrir okkur til að fínpússa rétti, stilla verð og skipuleggja okkur í ró og næði,“ sagði Einar Björn að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst