Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um […]
Nóg að gera hjá Laxey

Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]
Jólablað Eyjafrétta borið út í dag

Jólablað Eyjafrétta sem er bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna. Meðal efnis er: Eyjamaðurinn er […]
Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]
Draumur um hvít jól

Mörgum dreymir um hvít jól. Hvort þeim verði að ósk sinni þessi jólin á eftir að koma í ljós. Jólaljósin skörtuðu sínu fegursta á köldum degi í Eyjum í gær. Það sést í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem fór um bæinn og með drónann yfir bæinn í blíðunni. Njótið! (meira…)
Brunað í blíðunni

Börnin nutu þess í gær að bruna niður brekkuna á Stakkagerðistúni. Þó ekki sé mikill snjór í Eyjum dugði það til að renna sér á góðum hraða niður og fóru krakkarnir ferð eftir ferð. Ljósmyndari Eyjafrétta leit þar við í gær. (meira…)