Bæjarrölt í blíðunni

Daginn er farið að lengja og veðrið hefur leikið við bæjarbúa undanfarið. Þá er upplagt að fara bæjarrölt um Heimaey. Það gerði einmitt Halldór B. Halldórsson í dag og fór hann allvíða. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningar eldgossins

Vestmannaeyjabær auglýsir í dag á vefsíðu sinni skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. Þar segir m.a. að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi samþykkt í janúar sl. að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Eldfell, ásamt […]
Deloitte drauma vinnustaðurinn

Þóra Sigurjónsdóttir og Elín Sigríður Björnsdóttir starfa við bókhald. Báðar eru Eyjakonur, Ella Sigga viðskiptafræðingur og Þóra langt komin með viðskiptafræðina. „Það verða tvö ár í ágúst síðan ég byrjaði hérna,“ segir Þóra. „Ég er í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og gengur mjög vel.“ „Við erum í bókhaldsteyminu,“ segir Ella Sigga sem er hlaðin […]
Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2025 sem hófst 2. febrúar sl. lauk 9. mars . Keppendur voru 10 og voru tefldar níu umferðir og tók hver skák yfirleitt 2-3 klst. Mótið fór fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 á sama stað og skákkennsla barna sem TV annast fer fram á mánudögum kl. 17.30-18.30. Skákstjóri var Sæmundur […]
Góð ávöxtun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Undanfarin ár hefur Lífeyrissjóður Vestmannaeyja verið að skila góðri ávöxtun og hefur verið ofarlega í öllum samanburði. Sjóðurinn hefur verið með bestu raunávöxtun lífeyrissjóða horft til 5 og 10 ára meðaltals. Við erum stolt af þessum árangri og höfum fundið að sjóðfélagar hafa haldið tryggð við sjóðinn og greitt áfram í hann þegar þeir hafa […]
Íslands- og bikarmeistari við stjórnvölinn í Deloitte

Vigdís Sigurðardóttir sem stýrir Deloitte í Vestmannaeyjum er fædd og uppalin Eyjakona. Hún gerði garðinn frægan sem markmaður í handboltanum með landsliðinu og varð Íslands- og bikarmeistari með bæði ÍBV og Haukum. Maður hennar er Erlingur Richardsson þjálfari í handbolta. Börnin halda uppi merki þeirra, Sandra spilar með Metzingen í þýsku Bundesligunni, Elmar með Nordhorn […]