Góð ávöxtun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja
10. mars, 2025
Starfsfólk LV
Þau standa vaktina. Frá vinstri Laufey Konný Guðjónsdóttir iðgjaldafulltrúi, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir fulltrúi Virk, Trausti Hjaltason áhættustjóri, Aníta Óðinsdóttir sérfræðingur og Haukur Jónsson framkvæmdastjóri.

Undanfarin ár hefur Lífeyrissjóður Vestmannaeyja verið að skila góðri ávöxtun og hefur verið ofarlega í öllum samanburði. Sjóðurinn hefur verið með bestu raunávöxtun lífeyrissjóða horft til 5 og 10 ára meðaltals. Við erum stolt af þessum árangri og höfum fundið að sjóðfélagar hafa haldið tryggð við sjóðinn og greitt áfram í hann þegar þeir hafa fært sig milli sveitarfélaga og skipt um vinnu.  

Engar skerðingar, aukin réttindi

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja var einn af fáum sjóðum sem þurfti ekki að grípa til skerðinga réttinda í kjölfar fjármálahrunsins 2008, þvert á móti þá hækkuðu réttindi sjóðfélaga um 10% áramótin 2023-2024. 

Gera þarf séreignarsamning

Séreignarsamningur veitir þér 2% viðbótarframlag frá atvinnurekanda þínum og er þannig ein hagkvæmasta leiðin til sparnaðar. Undanfarin ár hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst inn á húsnæðislán viðkomandi. Til að nýta sér slíkt þarf að virkja það úrræði inn á www.leidretting.is, eins hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað sem innborgun inn á fyrstu íbúðarkaup. Þetta er eitthvað sem við mælum með að allir hugi vel að þegar kemur að fjármálum hvers og eins. Ávöxtun séreignar hefur sömuleiðis verið góð undanfarin ár. 

Tilgreind séreign

Tilgreind séreign er úrræði sem kom inn fyrir nokkrum árum þegar greiðslur í lífeyrissjóði voru auknar á nokkrum árum um 3,5% úr 12% í 15,5%. Nú geta sjóðfélagar valið um að greiða áfram í samtryggingardeild sjóðsins eða nýta þessa umfram viðbóta 3,5% í tilgreinda séreign. Sjóðfélagar þurfa ekkert að aðhafast kjósi þeir að greiða áfram í samtryggingu 15,5%, kjósi þeir tilgreindu séreignina þurfa þeir að gera sérstakan samning þess efnis sem er aðgengilegur á vefnum okkar.   

Rétt þykir að benda á að sjóðurinn tekur ekki þóknun af inngreiðslum í séreign eða tilgreindri séreign en töluverð umræða hefur verið um erlenda vörsluaðila og þá þóknun sem þeir taka.  

Starfsemi sjóðsins

Haukur Jónsson er framkvæmdastjóri sjóðsins, Laufey Konný er þaulreynd á sínu sviði og hefur starfað sem iðgjaldafulltrúi til áratuga. Aníta Óðinsdóttir starfar sem sérfræðingur sjóðsins og Trausti Hjaltason tók nýverið við starfi áhættustjóra af Thelmu Hrund Kristjánsdóttur. Þess má geta að Þórsteina Sigurbjörnsdóttir fulltrúi Virk starfsendurhæfingar er einnig með aðstöðu á skrifstofu sjóðsins. Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér réttindi sín inn á sjóðfélagavefnum okkar www.lsv.is, þar geta sjóðfélagar séð á einfaldan máta öll réttindi sín hjá sjóðnum og unnið  með reiknivél sem áætlar greiðslur þegar að því kemur. Ef eitthvað er óljóst má alltaf hafa samband við skrifstofu sjóðsins eða koma í heimsókn til að fá frekari upplýsingar.  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst