Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja
10. mars, 2025
Skak 20250309 160210
Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja 2025  veitir móttöku farandbikar  úr hendi Hallgríms Steinssonar varaform. Taflfélags Vm. Ljósmyndir/aðsendar

Skákþingi Vestmannaeyja 2025 sem hófst 2. febrúar sl. lauk  9. mars . Keppendur voru 10 og voru tefldar níu umferðir og tók hver skák yfirleitt 2-3 klst. Mótið fór fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9  á sama  stað og skákkennsla  barna  sem TV  annast  fer fram   á mánudögum kl. 17.30-18.30.

Skákstjóri var Sæmundur Einarsson, skákdómari.  Keppendur á mótinu hafa   verið á 10-12 síðustu  ár  og jafnan nokkur breyting í hópnum milli ára. Skákþingið varð fljótlega að tveggja manna baráttu um efsta sætið milli Sigurjóns Þorkelssonar sem er margfaldur  Skákmeistari  Vm. og Sæþórs Inga Sæmundarsonar 17 ára, en hann hefur tekið miklum framförum í skákinni  á síðustu  2-3 árum.  Úrslitin í skák Sigurjóns og Sæþórs sem lauk með sigri Sigurjóns þegar mótið var langt komið.

Skákmeistari Vestmannaeyja 2025 varð Sigurjón Þorkelsson með 8,5 vinninga í 9 skákum, í öðru sæti var Sæþór Ingi Sæmundarson með 8 vinninga og í þriðja sæti Hallgrímur Steinsson með 5,5 vinninga.

Í fjórða sæti  Ágúst Ómar Einarsson með 5 vinn. og  í 5.-6. sæti Auðunn Haraldsson  og Arnar Sigurmundsson með 4 vinninga,  í   7. sæti  Arnar Bogi Andersen með 3,5 vinn. og í næstu sætum urðu Sæmundur Einarsson, Gísli Eiríksson og Þórarinn Ingi Ólafsson.   Auðunn Haraldsson sem er nýfluttur til Eyja ásamt fjölskyldu tók þátt í Skákþingi Vm. í fyrsta skipti  og náðu góðum árangri. Sama  gildir um Arnar Boga Andersen sem er 15 ára og sýndi miklar framfarir milli ára.

Íslandsmót skákfélaga  2024-2025  seinnihluti fór fram í Rimaskóla í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars sl.   Taflfélag Vm. var með þrjár sveitir á mótinu. Eina átta manna sveit  í úrvaldsdeild, eina sex manna sveit  í 3ju deild  og eina sex manna í 4. deild.  Auk þess reyndi töluvert á varamenn.  Fyrrihluti  mótsins  fór fram á sama stað  í október 2024.  Heildarfjöldi  keppnissveita  á mótinu var 58 og keppendur alls um 400 talsins.

Hátt í  30 keppendur að meðtöldum varamönnum,  félagsmenn í   TV  tóku þátt í mótinu.   Eftir fyrrihluta þess  í október sl.  var ljóst að það yrði snúið fyrir TV að halda sætum sínum  í úrvalsdeild og 3ju deild.

Niðurstaðan varð sú að átta manna  skáksveit TV í sex liða  úrvalsdeild á Íslandsmóti skákfélaga  endaði í fimmta sæti af sex  og tókst  í seinni hlutanum að slíta sig vel frá fallsæti.   Sama verður ekki sagt um b) sveit félagsins í 3ju deild,  sem var í fallsæti  eftir fyrrihlutann og þrátt fyrir mikinn barning tókst ekki að lyfta sér úr fallsætinu.  Það gerði stöðuna mun erfiðari að ófært var frá Eyjum keppnisdaga  1.-2. mars sl.  og komust Sigurjón og Sæþór ekki til lands. Það skarð var brúað að mestu með varamönnum.  TV c) lið  í 4. deild  varð í 11. sæti af 28 sveitum með þrjá sigra, þrjú töp og eitt jafntefli  og hlaut samtals 23 vinn. af 42 mögulegum.

Segja má að úrslitin í úrvalsdeild hafi verið góður varnarsigur fyrir TV , en á sama hátt mikil  vonbirgði í 3ju deild, en c) sveit TV í 4. deild  hafi bætt stöðu sína milli ára.   Mikill styrkleikamunur er milli keppnissveita í 4. deild , en þar koma árlega inn nýjar sveitir auk þess sem neðstu tvö lið úr 3ju deild bætast í hópinn og tvö efstu  færast upp í 3ju deild.  Það verður því erfitt verkefni fyrir b) og c) sveit TV að komast upp úr 4. deild   2025-2026 en á brattann skal haldið og stefnan tekin  að endurheimta sæti í 3ju deild, segir í frétt frá TV.

Skak 20250227 210602
Úrslitaskák Sigurjóns og Sæþórs um efsta sætið á Skákþingi Vm. 2025 í síðustu viku.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst