Tvítug Eyjastúlka sinnir sjálfboðastarfi í Indlandi og Kenía
7. febrúar, 2011
Herdís Gunnarsdóttir, tvítug Eyjastelpa flakkar nú um í Indlandi og Kenía. Ferðalag Herdísar hófst í byrjun janúar og stendur í átta vikur en með Herdísi eru níu önnur íslensk ungmenni, m.a. Edda María Birgisdóttir sem lék með kvennaliði ÍBV í knattspyrnu síðasta sumar. Herdís lét drauminn rætast og fór á vegum Múltí Kúltí, góðgerðarsamtaka en ferðin hefur verið ævintýraleg eins og lesa má á bloggsíðu Herdísar, http://www.herdisgunnars.blogspot.com.