ÍBV-íþróttafélag mun bjóða upp á hópferð á leik Hauka og ÍBV á morgun. Leikurinn hefst klukkan 19:45 en brottför frá Eyjum er klukkan 15:00 og Herjólfur siglir svo úr Landeyjahöfn klukkan 23:30. ÍBV hefur yfir að ráða 220 rútusætum en kostnaður fyrir rútu og miða á leikinn er 4.000 kr. 15 ára og yngri greiða hins vegar 2.500. Frítt er í Herjólf í ferðina frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 23:30. Skráning í hópferðina fer fram á gulli@ibv.is og í síma 697-7892.