Hann var kærkominn, sigur ÍBV liðsins á Stjörnunni í dag og verðskuldaður. Erfiður, blautur og þungur völlur í hvössum vindi setti mark sitt á leikinn, en mörkin urðu hinsvegar fá, eða aðeins eitt og það kom eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Ian Jeffs átti þá skallabolta sem lá í netinu. Þessi annars fallegi völlur, Hásteinsvöllur, var ekki svipur hjá sjón, illan farin eftir miklar rigningar.