Nú eru 30 ár síðan Hellisey VE 503 sökk austan við Heimaey. Með skipinu fórust fjórir ungir menn, Hjörtur R. Jónsson, skipstjóri 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21. árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára og Valur Smári Geirsson, 26 ára. Guðlaugur Friðþórsson, þá 22 ára gamall, komst einn lífs af úr slysinu með því að synda um sex kílómetra leið í ísköldum sjónum. Landtakan var sérlega erfið í berginu á austanverðri Heimaey, í talsverðu brimi. Eftir landtökuna tók við erfið ganga yfir úfið hraun en að lokum bankaði Guðlaugur upp á hjá Atla heitnum Elíassyni og óskaði eftir aðstoð.
Árni Johnsen, þá blaðamaður á Morgunblaðinu tók viðtal við Guðlaug nokkrum dögum eftir slysið, þar sem Guðlaugur lýsir þessari lífsreynslu sinni.
Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona: �??Jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.�?? Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: �??Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.�?? Undarlegt er þetta, og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. �?að var kalt þarna á kili.