Rýmið sem þeir verða inni í er um 200 fermetrar og þar munu norðuljósin leika stórt hlutverk en þar verður einnig að finna ísbar í einu horninu.
Ís þessi kemur úr Vatnajökli (�?ræfajökli) og í ljósi hlýnunar jarðar má velta fyrir sér hvort ekki sé fullt tilefni til þess að varðveita hluta jökulsins með þessum hætti.
Álfa-trölla og norðuljósasafnið verður um 1.200 fermetrar að stærð en þess má geta að Draugasetrið er rétt um 1000 fermetrar. Gestum mun gefast færi á að sjá álfum bregða fyrir við þeirra daglegu störf, sjá inn í álfakirkju, ganga inní heimkynni trölla og ýmislegt fleira auk þess hægt verður að sjá norðuljósin í sýnu náttúrlega umhverfi í um fimm til tíu stiga frosti.
�?etta var annar þriggja stóru óvissuþáttanna við að koma þessu safni á laggirnar. Fyrsti var hvort að álfarnir kæmu ekki örugglega inn um áramótin og það gekk eftir. Annar óvissuþátturinn hvort að mögulegt væri að nálgast ísinn á þessum árstíma og það gekk eins og í sögu. �?riðji og síðasti óvissuþátturinn er hvort að tröllin komi ekki örugglega í byrjun feb. Eins og vonir standa til með og gangi það eftir verður safnið opnað seinni hlutan í feb. Eða byrjun mars.
Í dag þriðjudag verður unnið að því að koma ísklumpunum fyrir á sinn stað og ef allt gengur eftir verður frosti komið á þetta rými í beinu framhaldi.
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst