Samgönguráðherra segir að ríkið eigi ekki annarra kosta völ en að verja 350 milljónum króna til viðbótar í að dæla sandi upp úr Landeyjahöfn. Í skýrslu sem kom út á vegum ráðuneytisins 2007 kemur fram að sanddæling vegna viðhalds hafnarinnar verði ekki meiri en eðlilegt geti talist.
Í fjáraukalögum þessa árs kemur fram að verja eigi 350 milljónum aukalega í framkvæmdir við Landeyjahöfn þar af verði helmingurinn tekinn af liðnum ófyrirséð útgjöld, sama lið og tjón af völdum eldgosa.