Á mánudaginn birtist á Eyjafréttum.is samantekt upplýsinga um Vestmannaeyjar, sem finna má á vef Hagstofu. M.a. kom þar fram að íbúar í Vestmannaeyjum voru 1. okt. sl. 4190 talsins og að 2896 af þeim tilheyrðu þjóðkirkjunni. Þetta fannst sóknarpresti Ofanleitissóknar í Vestmannaeyjum ekki ríma við sína gagnagrunna en sr. Kristján Björnsson telur að börnin vanti í tölurnar.