Í dag, laugardaginn 23. janúar eru liðin 37 ár frá því að eldgos hófst á Heimey. Nær allir íbúar Vestmannaeyja voru fluttir upp á land um nóttina og eldgosið hafði afdrifarík áhrif á líf og starf allra Eyjaskeggja. Mikil varnarbarátta var háð allan gostímann og mikið uppbyggingar- og endurreisnarstarf beið þeirra sem fluttu aftur til Eyja eftir gos. Þessara tímamóta verður sérstaklega minnst á Byggðasafninu þar sem mynd Páls Steingrímssonar „5000 óboðnir gestir“ verður sýnd í Pálsstofu.