4 grömm af kannabis, Bakkus við stýrið og muna að skafa rúðurnar
31. mars, 2015
�?að var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um stympingar án þess þó að kærur liggi fyrir.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við húsleit hér í bæ, í herbergi manns um tvitugt, sem áður hefur komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála, fundust um fjögur grömm af kannabisefnum. Efnin fundust við leit með fíkniefnahundinum Lunu og viðurkenndi húsráðandi að vera eigandi efnanna og hafa ætlað þau til eigin nota. Málið telst að mestu upplýst.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og má hann búast við sektum og sviptingu vegna athæfis síns.
Sjö kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en m.a. er um að ræða kærur vegna ólöglegrar lagningar, vanrækslu á að nota öryggisbelti við akstur og vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar ökutækis.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
Lögreglan vill minna ökumenn á að skafa rúður bifreiða sinna en lögreglumenn hafa orðið varir við að ökumenn séu latir við að skafa hrím af rúðum bifreiða sinna eftir næturfrost undanfarna daga.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst