Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið við hin ýmsu verkefni. Frekar rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og engin alvarleg mál sem upp komu. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum en þau mál leystust án teljandi vandkvæða.