Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var lögð fram greinargerð starfshóps um enduruppbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Í greinargerðinni kemur fram að sú leið sem áætlað var að fara, svokölluð leið 2, uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til upptökumannvirkjanna vegna þyngdardreifingar fiskiskipa sem þeim er ætlað að þjóna. Leið 3 uppfyllir hins vegar þær kröfur samkvæmt útreikningum John R. Berry frá Berry Conculting. Vegna þessa er gert ráð fyrir 70 milljón króna kostnaðarauka vegna endurbyggingu upptökumannvirkjanna.